top of page
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
Search

Vestur-Lundúnaslagurinn

  • Writer: Jóhann Már Helgason
    Jóhann Már Helgason
  • 2 days ago
  • 3 min read

Keppni: Enska Úrvalsdeildin, 31. umferð

Tími, dagsetning:  Sunnudagur 6. apríl kl: 13:00

Leikvangur:  Gtech Stadium, London

Dómari: Michael Oliver

Hvar sýndur: Síminn Sport

Upphitun: Hafstein Árnason



Það er komið að Vestur-Lundúnaslag í dag, og nú er það Brentford sem fær Chelsea í heimsókn á Gtech Community Stadium. Bláliðar mæta með bros á vör eftir að hafa klárað Tottenham Hotspur 1-0 í síðasta leik – já, Tottenham, þetta lið sem er eins og gamall lúðrasveinn sem lofar stórtónleikum en mætir alltaf með bilaðan lúður. Af síðustu 20 viðureignum liðanna hefur Tottenham einungis unnið þrjá leiki, þar af einn eftir vítaspyrnukeppni. Ástandið hefur verið brokkgengt hjá okkur, en guð minn góður hvað þeim gengur illa þarna norðanmegin í borginni. Greyið Ange Postecoglu, þessi geðþekki Ástrali spilar sinn bolta sama hvað tautar og raular - og það virðist ætla kosta hann starfið. Ástandið hefur oft verið svart hjá okkur, en þetta er hlægilegt með Spurs - svo skal böl bæta, með að benda á annað verra! Aðdáendur Chelsea fagna endurkomu Nico Jackson, enda voru löngu boltarnir að skila ágætum færum. Jadon Sancho var óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik en Vicario varði meistaralega. Enzo skoraði svo markið með dásamlegum skalla, alveg óvaldaður eftir misskilning Knoll og Tott í vörn Spursara. Tvö mörk voru skoruð sem síðar voru dæmd af VAR réttilega. Maresca tók þá ákvörðun að koma með frekar varnarsinnaðar skiptingar í seinni hálfleik til að reyna loka leiknum. Þú getur tekið Ítalann frá Ítalíu, en þú tekur ekki Ítalíu ur Ítalanum. Spurs urðu betri eftir því sem leið meira á leikinn, og fengu algjört dauðafæri en Robert Sanchez varði helvíti vel frá Heung-Min Son. Þrír mikilvægir punktar og Chelsea situr í 4. sæti í bullandi baráttu um sæti í Meistaradeildinni.


Brentford eru aftur á móti eru tilbúnir að stinga stóru strákana í bakið eins og sauðamaður á fjöllum. Chelsea hefur sýnt glimtur af gömlum gljáa, en stöðugleikinn er enn eins og vorveður á Íslandi, sól í eina mínútu, slagveður þá næstu. Thomas Frank og hans peyjar eru með planið klárt – þetta lið spilar af hjartans lyst, með skipulagi sem gæti gert herforingja grænan af öfund og skyndisóknum sem skera í gegnum varnir eins og hnífur í gegnum smjör. Bryan Mbuemo er líklegur til að láta finna fyrir sér, og Chelsea-vörnin þarf að vera á tánum ef hún ætlar að halda honum í skefjum – annars er hann eins og refur í hænsnakofanum. Yoane Wissa gæti svo flogið framhjá bakvörðum eins og kría á kafi í fiskitorfu. Chelsea þarf að finna taktinn. Sóknarleikurinn hefur verið eins verið ansi brokkgengur – lofar miklu en skilar oft litlu. Cole Palmer og Noni Madueke geta þó alltaf kveikt neista, en miðjan má ekki detta í draumaland gegn pressu Brentford, annars er þetta bara enn ein ferðin á hausinn. Chelsea hefur unnið 1 af síðustu 6 gegn Brentford í deild, en Býflugurnar skelltu tveimur mörkum í andlitið á okkur í fyrra á Gtech – sárt minni sem situr enn í Bláum.


Chelsea þarf að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á og vörnina þétta eins og lok á súpukötlum. Ef þeir halda Mbuemo og félögum í skefjum og miðjan nær að stýra spilinu, gæti þetta orðið þægilegur dagur á skrifstofunni. En ef Brentford fær að keyra sitt rútínuspil ótruflað, – hápressu, skyndisóknir og föst leikatriði – þá gæti þetta orðið eins og að lenda í norðankasti á opnum sjó. Leikurinn snýst um að nýta færin og halda haus. Við spáum því að Sanchez verði áfram í markinu, Cucurella í vinstri bakverði, Colwill og Chalobah miðverðir, Reece James í hægri bak. Enzo og Caicedo á miðjunni. Cole Palmer í holunni, Pedro Neto á vinstri kantur, Noni Madueke hægri kantur. Nico Jackson á sínum stað upp á topp. Baráttan um meistaradeildasætin er í húfi og það verður rándýrt að missa af stigum í þessari viðureign. Cole Palmer mætti alveg skora þrátt fyrir að hafa gefið stoðsendinguna á Enzo. Þurfum öflugan lokasprett á þessu tímabili, það er mikið í húfi! Hvernig fer leikurinn? Ætla að vera bjartsýnn að þessu sinni og spá 0-2 útisigri. Palmer skori eitt, Jackson hitt.

 
 
 

Comments


  • Grey Google+ Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey LinkedIn Icon
  • Grey Facebook Icon

© 2023 by Talking Business.  Proudly created with Wix.com

bottom of page