top of page
Search

SIGURVEGARAR MEISTARADEILDAR EVRÓPU!


Þvílík forréttindi að vera stuðningsmaður Chelsea!

Þetta tímabil er búið að vera svo skrýtið! Mikil spenna sl. haust fyrir nýjum leikmönnum - markið sett hátt. Djúpir dalir. Frank Lamaprd rekinn. Tuchel tekur við og allt í einu fer að birta til.


Leikurinn gegn City í gær sýndi allt það besta sem Chelsea hefur upp á að bjóða. Okkar menn buðu upp á hugrekki á boltanum gegn stórkostlegri pressu Man City, frammistaðan sýndi gríðarlega seiglu varnarlega og svo náðum við að sýna fram á nægilega mikil sóknargæði til vinna leikinn.


Í gærkvöldi tókum við upp þátt af Blákastinu þar sem við ræddum þennan leik fram og til baka og ég hvet alla til þess að hlusta á þann þátt - hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum neðst í færslunni og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Thomas Tuchel kom að einhverju leiti á óvart þegar hann valdi Kai Havertz í byrjunarliðið á kostnað C. Pulisic, ákvörðun sem heldur betur borgaði sig. Pep Guardiola kom sömuleiðis á óvart með því að hafa engan varnarsinnaðan miðjumann inni á vellinum.


Leikurinn byrjaði fjörlega, elsku Timo Werner klúðraði góðu færi á 10. mín og strax í kjölfarið bjargaði Ben Chilwell hreinlega marki á síðustu stundu. City voru meira með boltann en upplegg Tuchel var að draga línu Man City eins framarlega og hugsast gat og lyfta boltanum svo upp sitt hvora endalínuna þar sem Werner tók mjög góð og hættuleg hlaup. Við vorum hættulegir.


Á 42' mínútu kom svo eina mark leiksins. Mendy átti þá frábæra 25 metra sendingu á Ben Chilwell sem setti boltann í fyrstu snertingu inn á miðjuna þar sem Mason Mount tók við boltanum og fann Kai Havertz í stórhættulegu hlaupi beint í gegnum hjartað á vörninni hjá City. Kai var rólegur í færinu, beið eftir Ederson og fór svo framhjá honum. Ederson handlék boltann utan teigs en það kom ekki að sök, boltinn endaði hjá Kai sem kláraði í opið markið. Ederson hefði fengið rautt spjald ef Kai hefði ekki klárað færið. Ekki má vanmeta þátt Timo Werner í markinu, hann dró John Stones úr stöðu sem bjó til svæðið fyrir Havertz.


Chelsea vörðust fimlega í síðari hálfleik. Azpilicueta, Christensen og Chilwell björguðu allir á síðustu stundu, sérstaklega björgun Azpilicueta sem var gjörsamlega mögnuð. Havertz lagði svo upp dauðafæri á Pulisic sem því miður klúðraðist, en það kom ekki að sök. Chelsea héldu þetta út og unnu MEISTARADEILD EVRÓPU.



xG-Bardaginn

Bara svo fólk átti sig á því hversu stórkostleg varnarframmistaða þetta var að þá er þetta lægsta x-G sem Man City hefur náð á þessu tímabili.


Einkunnir leikmanna

Þessi einkunnagjöf byggir á því sem við sögðum í Blákastinu í gær - legg til að fólk hlusti á þáttinn til að fá þetta beint í æð.


Mendy - 9

Rudiger - 9

Silva - 9

Azpilicueta - 9

R. James - 7,5

Chilwell - 9

Jorginho - 8

Kante - 10 (maður leiksins)

Mount - 8,5

Werner - 6

Havertz - 9


Christensen - 9

Pulisic - 6

Kovacic - 7


BLÁKASTIÐ!




Comments


bottom of page