top of page
Search

Sigur gegn Leeds, leikskýrsla og einkunnir!


Gangur leiksins


Chelesa byrjaði leikinn af miklum krafti og fengu 2 dauðafæri á

fyrstu mínútunum. Fyrst Ziyech á 2. mín eftir sendingu frá Silva en Meslier varði frábærlega með fætinum og síðan átti Giroud skalla framhjá úr dauðafæri eftir hornspyrnu Mount. Það voru hins vegar Leedsarar sem skoruðu úr sinni fyrstu sókn strax á 4. mín. Phillips átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina á milli Zouma og Silva og okkar gamli Patrek Bamford skaut sér fram fyrir Zouma og kláraði færi frábærlega 0-1 fram hjá Mendy í markinu, hans 8. mark á tímabilinu. Leeds misstu miðvörð sinn Koch meiddan af velli á 8. mín. og kom Llorente inn á í staðinn en hann var að leika seinn fyrsta leik á tímabilinu eftir meiðsli. Á 9. mín. fékk Werner 2 alger dauðafæri í sömu sókninni, hitti boltan illa í fyrra skiptið en setti hann síðan í slánna í það síðara. Áfram hélt stórsókn okkar manna, en Leedsarar voru alltaf hættulegir í sínum skyndisóknum. Það var svo ekki fyrr en á 27. mín. að Giroud jafnaði leikinn eftir frábæra sendingu frá James og undirbúning frá Ziyech Sá síðast nefndi meiddist hins vegar í aðdragadna marksins og þurfti að fara af velli tognaður aftan í hné, sem yfirleitt þýðir 4 til 6 vikur frá. Mjög slæmt mál. Pulisic leysti hann af. Það sem eftir var hálfleiksins hélt sókn okkar manna áfram en ekkert færanna nýttist og því staðan 1-1 í frábærum leik.


Seinni hálfleikurinn hófst af sama krafti og komust Chilwell, Werner og Havertz allir í góð færi en marvörður Leeds sá ætíð við okkar mönnum eða menn skutu framhjá. Það var svo loks á 61. mín. að Zouma skallaði hornspyrnu Mount inn og kom okkar mönnum yfir með sínu 4. marki á tímabilinu. Viriklega veg gert hjá okkar manni, sem hefur stígið vel upp á þessu tímabili, nokkuð sem menn

hafa verið að bíða eftir nokkuð lengi. Á 67. min. var Kovacic skipt inn fyrir Havertz sem hafði ekki átt sérstakan leik. Leesarar færðu sig framar á völlinn síðasta hálftíman og gerði sig nokkuð líklega. Við vorum heppnir að fá ekki

á okkur víti þegar sparkað var í varamanninn Poveda sem var hjá Chelsea þegar

hann var 6-10 ára en hann hélt áfram og ekkert varð úr. Síðasta markið kom síðan úr skyndisókn í uppbótartíam þarf sem Werner bætti upp fyrir öll færaklúðrin sín og lagði upp fyrir Pulsic, 3-1.


Virkilega skemmtilegur leik lokið með góðum sigri, en það er alveg ljóst að þetta

Leeds lið er alls ekki auðsigrað og kemur til með að gega flestum stóru liðunum

leik eins og þeir hafa nú þegar gert.


Umæðupunktar

  • Toppsætið er okkar í bili!

  • Færanýting Werner er farin að valda mér áhyggjum!

  • Havertz var slakur í þessum leik, þarf að sýna meiri gæði - gæðin eru samt þarna.

  • Vonandi eru meiðsli Ziyech ekki alvarleg - þurfum hann í þessu leikjaálagi sem er framundan.

  • Mount og Kante vou báðir frábærir á miðjunni og sömu sögu er að segja af þeim Thiago Silva og Zouma í vörninni.

  • Reece James ætlar sér greinilega byrjunarliðssætið í enska landsliðinu.


Einkunnir


Mendy - 6

James - 8

Silva - 7

Zouma - 7

Chilwell - 7

Kante - 8

Mount - 7

Havertz - 5

Werner - 6

Ziyech - 6

Giroud - 8



Varamenn

Pulisic - 7

Kovacic - 6

Abraham - 6


Maður leiksins: Kante


Sigurður Torfi Helgason

Comments


bottom of page