Keppni: Meistaradeild Evrópu
Dag- og tímasetning: Þriðjudaginn 13. apríl kl 19:00
Leikvangur: Ramon Sanchez Pizujan
Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 sport, Sky sports og NBC sports
Upphitun eftir: Stefán Marteinn Stefánsson
Chelsea
Eftir virkilega vonda endurkomu eftir landsleikjapásuna þá hafa okkar menn heldur betur tekið sig sama í andlitinu eftir niðurlæginguna gegn WBA með frábærum sigrum, fyrst í fyrri leiknum gegn Porto og svo um helgina gegn lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace.
Í fyrsta sinn í tíð Thomas Tuchel sáum við liðið skora fleirri en 2 mörk í leik en það gerðist núna um helgina gegn Crystal Palace. Það sem meira er þá settum við 3 mörk í fullkomnum fyrri hálfleik áður en fóturinn fór af bensíngjöfinni. Við sigldum þessu öruggt heim með lokatölum 4-1. Úr þeim leik ber helst að nefna frábært sóknarteymi sem gekk frá leiknum, “The fantasic four”.
Porto
Vindum okkur þá að leiknum sem öllu máli skiptir, seinni leikinn gegn Porto!
Við komum inn í þennan leik með 2-0 útimarkaforystu sem öllu jafna ætti að vera nóg en við megum alls ekki slaka á og halda að þessu sé lokið því þetta Porto lið sýndi það í fyrri leiknum að þeir eru hörku lið og í þessum leik endurheimta þeir tvo lykilmenn sem hafa verið potturinn og pannan í þeirra sóknarleik. Fyrstan ber að nefna Sergio Oliveira miðjumann sem var aðalmaðurinn í að slá út Juventus og svo hins vegar framherjann Mehdi Taremi. Serigo Oliveira hefur skorað 12 mörk og lagt upp 6 á tímabilinu fyrir Porto svo það er ljóst að við þurfum að hafa góðar gætur á þessum leikmanni. Taremi sem hefur skorað 10 mörk og lagt upp önnur 10. Til samanburðar er næsti maður í markaskorun með 6 mörk en þar er á ferðinni Moussa Marega sem er enginn smásmíði og mætti líkja við “poor mans Lukaku”.
Þetta Porto lið sem Sérgio Conceição hefur verið að smíða er gríðarlega öflugt og þétt lið sem spilar mjög aggressívan fótbolta og hefur Sérgio Conceição verið líkt við gamla José Mourinho í þeim skilningi að hann virðist ná að kreista út þessi auka 5% úr sínum mönnum ásamt því að vera með gríðarlega sterka liðsheild. Porto spilar 4-4-2 kerfi og pressa liðið mjög hátt upp. Þeirra lykilmenn eru sem áður segir Sergio Oliveira, Mehdi Taremi, Jesus Corona og Pepe í vörninni sem hefur verið frábært fyrir Portúgalana. Thomas Tuchel sagði eftir leikinn að nánast engir framherjar hefðu átt góðan dag gegn Porto í Meistaradeildinni því þeir eru svo vörn Porto er svo ógnarsterk og dugleg að atast í sóknarmönnunum og gefa þeim nákvæmlega engan tíma á boltann. Var Tuchel þar að verja frammistöðu Werner og Havertz í leiknum.
Porto spiluðu við CD Tondela í Portúgölsku deildinni um helgina þar sem þeir hvíldu m.a., Sergio Oliveira, Moussa Marega og Luis Diaz, þeir munu því mæta ferskir til leiks.
Byrjunarlið
Ég geri ekki ráð fyrir því að Thomas Tuchel bregði af vana sínum og mun halda sig hið hefðbunda þriggja hafsenta kerf sem við þekkjum orðið mæta vel. Mendy er með búrið læst. Fyrirliðin Azpilicueta og Toni Rudiger verða þarna í öftustu línu svo er það spurning hvort Christensen sé orðinn heill heilsu aftur eða hvort það verði Thiago Silva sem taki stöðuna í hjarta varnarinnar, ég ætla að skjóta á að Thiago Silva verði þar. Vængbakverðir reikna ég með að verði Reece James hægra meginn og Ben Chilwell vinsta meginn og á miðjunni vil ég sjá N'Golo Kante og Kovacic fá traustið. Fremstu þrír verða að vera óbreytt frá síðasta leik að mínu viti, Mason Mount, Christian Pulisic og Kai Havertz. Vert er að taka það fram að bæði Chrisian Pulisic og Matteo Kovavic eru á hættusvæði með leikbönn í næstu umferð á gulu spjaldi.
Það er ósanngjarnt að taka Callum Hudson-Odoi út úr liðinu en ég tel okkur þurfa verjast meira og þess vegna þarf að færa fórnir, af sömu ástæðu vill ég sjá Kanté inn í liðinu því við þurfum að brjóta upp aðgerðir Porto í þessum leik og það er erfitt að finna betri mann í verkið heldur en jarðýtuna Kante í að komast inn í sendingarleiðir og vinna boltann.
Spá
Eins gott að okkar menn mæti rétt stilltir til leiks þrátt fyrir góða stöðu og klári verkefnið. Verðum vonandi áfram þéttir fyrir og gefum ekkert færi á okkur. Sóknarleikurinn er svo vonandi, eftir síðasta leik, að komast á flug og menn komnir með vor í pung.
Christian “Captain America” Pulisic hefur verið frábær að undanförnu og heldur uppteknum hætti í þessum leik og mun skora. Kai Havertz er kominn á bragðið svo hann mun bæta við og við það brotna Porto og ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér hérna og auðvitað gefa Antonio Rudiger mark í þessum leik.
Ég spái 3-0 sigri okkar manna og býð okkur velkomna í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu!
KTBFFH
- Stefán Marteinn
Comments