Keppni: Enska úrvalsdeildin
Tími - dagsetning: Sunnudagur 6. Nóvember kl 12.00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Ölver og aðrir sportbarir
Upphitun eftir: Hafstein Árnason
Nú er komið að öðrum Lundúnaslag, og í þetta skiptið við sjóðheitt Arsenal lið. Arsenal, sem hefur gengið í gegnum helvíti langt banter era. Þetta lið er búið að vera skugginn af sjálfum sér í meira en áratug. Nú þegar þeir gáfu út svo þáttaröð í vetur á Amazon, með senum sem gáfu manni meiri kjánahroll en sjálfir Klovn félagar. Þetta tímabil hefur þó farið nokkuð vel af stað hjá þeim, en með þeim formerkjum, að þeir fengu að sleppa nokkrum mikilvægum leikjum í kringum andlát Bretlandsdrottningar. Arsenal situr í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City en með leikinn til góða gegn okkur. Það er því í valdi Chelsea til að stöðva partýið.
Því miður, þá er ég ekki sérstaklega bjartsýnn á að það takist. Graham Potter fiktar í liðsuppstillingunni, og meiðslahrina leikmanna heldur áfram. Núna eru Kepa og Ben Chilwell komnir á meiðslalistann. Kepa verður frá líklega eitthvað fram í Desember og Chilly fram á nýárið. Annað árið í röð erum við að missa Reece James og Ben Chilwell útúr liðinu samtímis. En munurinn er sá, að þetta verða þá þrír leikir þar sem þeir eru frá, þökk sé HM í Katar. Kalidou Koulibaly virðist þó vera kominn til baka. Óstöðugleikinn er okkar óvinur þessa dagana. Óvíst er að segja hvaða liðsuppstilling verður fyrir valinu. Í leiknum gegn Dinamo var stillt upp í 4-3-1-2, sem hefur ekki oft verið notuð.
Satt best að segja hef ég ekki hugmynd hvernig liðsuppstilling verður í dag. En eigum við ekki að segja að það verði 3-4-3 þar sem Mendy verður í markinu, en varnarlínan með Votti Chalobah, Thiago Silva og Kalidou Koulibaly. Nokkuð öruggt að Cucurella verði í vinstri vængbakverði, en Loftus Cheek í hægri. Miðjuna taka Jorginho og Kovacic. Framherjalínan verður sennilega Mason Mount, Aubameyang og Raheem Sterling.
Lið Arsenal verður líklegast í 4-2-3-1. Ramsdale í marki, varnarlínan verður Tierney, Gabriel, William Saliba og Ben White. Djúpir miðjumenn verða Partey og Granit Xhaka. Gabriel Martinelli, Martin Odegaard og Bukayo Saka verða framliggjandi og upp á toppnum verður Gabriel Jesus.
Ég er mjög svartsýnn fyrir þennan leik, í ljósi meiðsla og úrslita í undanförnum leikjum. En það er samt yfirleitt á svona mómentum þegar liðið kemur manni á óvart. Eigum við ekki bara að vonast eftir 0-0 jafntefli í drepleiðinlegum leik? Þigg punktinn fyrirfram en vona það besta.
Comments