top of page
Search

Jafntefli í fyrsta leik Tuchel - leikskýrsla og einkunnir



Gangur leiksins

Jæja góðir hálsar, þá er fyrsta leik lokið í stjóratíð Thomas Tuchel. Þjóðverjinn sagði í viðtali fyrir leikinn að erfitt væri að færa rök fyrir byrjunarliðinu þar sem hann var bara búinn að taka eina æfingu með liðinu þar sem hver einasti leikmaður æfði af krafti og sýndi tilþrif sem réttlæti pláss í byrjunarliðinu. Fyrir leikinn spáði ég því fyrir að TT myndi stilla upp 4-3-3 með þjóðverjana í aðalhlutverki. Allt kom fyrir ekki og TT kom mér að óvörum og stillti upp 3-4-2-1 með Havertz og Ziyech í holunni fyrir aftan Konung Lundúna. Hudson-Odoi var svo óvænt í hægri vængbakverði. Miðjunni stýrðu svo þeir félagar Jorginho og Kovacic. Það kom mér aftúr á móti á óvart að sjá Rudiger í byrjunarliðini en TT er víst mikill aðdáandi hans og segja gárungarnir að hann hefi reynt að fá hann til PSG á meðan hann sat þar bak við stýrið.


Leiknum verður seint lýst sem einhverri flugeldasýningu þó svo að yfirburðir okkar manna hafi verið algjörir, alls vorum við með boltann 79% af leiknum og náðum að setja 5 skot á rammann og fengum alls 12 hornspyrnur. Því miður náðum við ekki að koma boltanum í netið og þurftum við að sætta okkur við jafntefli í jómfrúarleik nýja stjórans. Þó svo að okkar ástkæra lið hafi aðeins uppskorið 1 stig úr leiknum er það mín upplifun að gríðarlega margt jákvætt má taka úr þessum 90 mínútum. Kannski er það rómantíkin sem talar en mín upplifun var sú að öll uppbygging sóknarlega var miklu beinskeyttari en við höfum mátt venjast. Þó svo að jafnteflið sé ekki úrslitin sem við vonuðumst eftir þá má ekki dæma TT eða spilamennsku liðsins út frá þessum eina leik. Chelsea er á ákveðnum byrjunarreit og höfum við bara lokið einum leik í þeirri vegferð.


Ég er allavega bjartsýnn yfir því sem koma skal.


Umræðupunktar

  • Úlfarnir sáttu þéttir aftarlega á vellinum og lögðu allt í sölurnar til þess að tryggja að okkar menn myndu ekki skora. Það tókst. Þeim tókst hins vegar ekki að framkvæma hinn hlutann á planinu sem var að nýta skyndisóknir og sprengikraftinn í mönnum á borð við Traore, Podence og Neto til að refsa okkur.

  • CHO og Ziyech sýndu oft frábæra takta saman á hægri vængnum. Þó að þeir hafi ekki náð að búa til mark úr því þá sýndu þeir þó að það er full ástæða fyrir TT til að gera frekari tilraunir með þessa samvinnu.

  • Kai Havertz átti örugglega sinn besta leik í PL í kvöld. Hann sýndi miklu meira hugrekki í kvöld en hann hefur gert áður og leyfði sér að taka meiri áhættur. Koma TT hefur greinilega virkað sem vítamínsprauta og virtist hann loksins skilja hvers er ætlast til af honum í liðinu. Hann var svo óheppinn að stela ekki sigrinum á síðustu sekúndum leiksins þegar Úlfarnir nánast bjarga á línu frá honum. Fínasti leikur hjá Þjóðverjanum unga.

  • Þó svo að viðvera Rudiger í XI hafi komið undirrituðum á óvart þá er ekkert upp á hann að klaga í þessum leik. Var nokkuð þéttur og verður frólegt að sjá hvort hann nær að byggja á þessu og stela sætinu af Zouma.

  • Loksins fengum við að sjá glitta í útgáfuna af Kovacic sem við þekkjum og elskum. Hann átti frábæran leik í kvöld. Vonandi nær hann að fylgja þessari framistöðu eftir.

  • Callum Hudson-Odoi..........Þvílíkur leikur hjá stráknum. Loksins sýndi hann okkur byrjunarliðs framistöðuna sem við höfum beðið eftir. Hefur hingað til verið super-sub en fylgt þeim frammistöðum eftir með byrjunarliðstækifærum sem hafa verið algjörlega undir pari. Hann hafur vafalaust sokkað einhverja í kvöld. Eina sem vantaði var mark eða stoðsendingu til að kóróna annars frábæran leik.

  • Konungur Lundúna fékk því miður ekki úr miklu að moða í leiknum og sást lítið. Var mjög spenntur að sjá hvað hefði getað gerst með hann fremstan í þessari liðsuppstillingu.

Einkunnir

Byrjunarliðið

Mendy – 6

Azpilicueta – 6,5

Rudiger – 7

SIlva – 7

Chilwell – 6,5

Kovacic – 8

Jorginho – 7

Havertz – 8

Odoi – 9 - Maður leiksins.

Ziyech – 7,5

Giroud – 6


Varamenn

Pulisic – 6

Abraham - 6

Mount – Venjulega hafa menn sem koma svona seint inn á eins og Mount í þessum leik ekki fengið einkunn þar sem tíminn er svo stuttur að erfitt er að setja mark sitt á leikinn. Ekki var það tilfellið núna. Mount fær 7,5 fyrir frábæra innkomu.


KTBFFH

- Snorri Clinton

Kommentare


bottom of page