Gangur leiksins
Ég skal viðurkenna það að eftir fyrstu fimmtán mínútur leiks Chelsea og Leeds þá hélt ég að okkar menn myndu sigra þennan leik örugglega. Christian Pulisic var hvað eftir annað að komast aftur fyrir vörn Leeds, Havertz var ógnandi og Mount og Kanté að vinna alla seinni boltana á miðjunni. En eftir ca. 20 mín þá gerðist eitthvað hjá okkar mönnum, Leeds náðu meiri tökum á varnaleiknum hjá sér og pressan þeirra fór að virka betur. Leeds'arar sóttu í sig veðrið og voru síst lakari aðilinn út leikinn.
Skemmst er frá því að segja að þessum leik lyktaði með 0-0 jafntefli. Mendy þurfti tvisvar sinnum að taka á honum stóra sínum og Chelsea áttu sömuleiðis skot í slá (að vísu frá varnarmanni Leeds) en tókst aldrei að skapa þetta dauðafæri til að vinna leikinn ef undan er skilið eitt mjög gott færi sem Havertz fékk í seinni hálfleik.
Steindautt 0-0 jafntefli því staðreynd í leik þar sem liðin virtust hreinlega núlla hvort annað út.
xG- Bardaginn
Aðeins 0,79 xG hjá okkar mönnum - það segir sitt um sóknargæðin!
Umræðupunktar
Tuchel breytti um leikkerfi í þessum leik, eitthvað sem ég persónulega var spenntur fyrir en því miður gekk það ekki upp – sóknin var bitlaus en vörnin mjög þétt.
Þetta var tíundi leikur Tuchel í ensku Úrvalsdeildinni, vissulega erum við ennþá taplausir undir hans stjórn en að sama skapi var þetta fjórða jafnteflið. 22 stig af 30 mögulegum. 2 mörk fengin á okkur en aðeins 13 skoruð.
Ég var að vonast eftir því að sóknarleikurinn væri kominn á fullt skrið eftir leikinn gegn Everton en því miður voru öllu okkar helstu vandamál ennþá til staðar í þessum leik.
Hrós á Leeds fyrir þeirra leik – þeirra pressa trufaði allt okkar spil og leikmenn eins og Jorginho og Mount fundu aldrei taktinn til að stjórna leiknum.
Havertz byrjaði aftur sem fremsti maður og var óheppinn að skora ekki – hann átti ekki slakan dag þó hann hafi ekki verið eins góður og gegn Everton.
Einkunnur leikmanna
Edouard Mendy – 8 (Maður leiksins)
Cesar Azpilicueta – 6,5
Ben Chilwell – 6
Andreas Christensen – 7
Toni Rudiger – 7,5
Jorginho – 6
N‘Golo Kanté 7,5
Mason Mount – 6
Christan Pulisic – 6
Hakim Ziyech – 6
Kai Havertz – 6,5
Timo Werner – 6
Reece James – 6
Hudson-Odoi – 7
Next up er Atletico Madrid í Meistaradeildinni – þvílíka veislan sem það verður!
KTBFFH
- Jóhann Már
Comments