top of page
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
Search

Heima gegn Southampton

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Tími, dagsetning: Þriðjudagur 25. febrúar kl: 20:30

Leikvangur:  Stamford Bridge, London

Dómari: Thomas Bramall

Hvar sýndur: Síminn Sport

Upphitun eftir: Hafstein Árnason




Staðan er þannig að undirritaður hafði ekki hugmynd að leiknum hafði verið flýtt. Þessi pistill er ritaður með klukkutíma fyrirvara í leik og af nóg er að taka svo sem. Chelsea hefur ekki riðið feitum hesti eiginlega síðan í nóvember. Við erum að sjá það að brottvísun Pochettino eftir síðasta tímabil er að koma í hausinn á okkur. Greyið Enzo Maresca er mjög seinn til verka að breyta fyrirkomulagi. Hann er lítið reyndur stjóri og hans helsti akkilesarhæll er að lesa stöður á meðan leik stendur og vinna eitthvað á móti. Vörnin okkar heldur ekki hreinu frekar en fyrri daginn. Við töpuðum síðast fyrir Aston Villa. Aðrir stjórar eru búnir að lesa Maresca og það er nóg að bakka nógu mikið niður á völlinn og lúðra löngum boltum fram, þar sem varnarmenninrnir hjá Chelsea eru bara ekki að standa sig. Maresca reyndi að breyta til og setti Neto uppá topp og Palmer á hægri, sem var ákveðin tilbreyting en gekk ekki nógu vel eftir. Reyndar hefur Cole Palmer spilað alveg hræðilega eftir að Nico Jackson meiddist og það er alveg skelfilegt hvað Nkunku er ekki að ná að setja sitt mark á leik Chelsea, sama hvort hann spili í holunni, á vinstri kantinum eða í striker. Gaurinn einfaldlega að girða sig í brók.


Framundan er leikur gegn Southampton á heimavelli. Fyrri leikurinn var auðveldur en miðað við núverandi gengi finnst manni eins og öll lið eigi góðan séns í Chelsea. Það er búið að tilkynnna byrjunarliðið, en það verður svona: Jörgensen í markinu. Malo Gusto er í hægri bakverði, Marc Cucurella í vinstri. Tosin og Colwill eru miðverðir. Moises Caicedo og Enzo verða á miðjunni ásamt Cole Palmer í holunni. Pedro Neto verður á hægri kantinum en Jadon Sancho á vinstri. Nkunku verður uppá topp. Athygli vekur að Wesley Fofana er kominn í hóp, eitthvað á undan áætlun m.v. síðustu fréttir - en ólíklegt þykir að hann taki þátt í leiknum. Noni Madueke og Nico Jackson eru meiddir eitthvað fram í Apríl. Hinsvegar ættum við að sjá Chalobah, Lavia, Guiu og Benna Badiashile í mars mánuði.


Hvernig fer leikurinn? Það er eins gott að Chelsea vinni leikinn. Jafntefli eða tap setur starf Maresca í verulega hættu. Og þá heldur þessi endalausa stjórahringrás áfram. Guð blessi Enzo Maresca.


Áfram Chelsea!




Comments


  • Grey Google+ Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey LinkedIn Icon
  • Grey Facebook Icon

© 2023 by Talking Business.  Proudly created with Wix.com

bottom of page