Chelsea tók á móti grönnum sínum í Fulham fyrr í dag í leik sem var afar mikilvægur fyrir bæði lið. Eftir að Leicester City misstigu sig á föstudagskvöld var dauðafæri fyrir okkar menn að minnka bilið í þriðja sætið.
Fulham byrjuðu leikinn vel og stilltu upp sókndjörfu 4-4-2 leikkerfi og pressuðu okkar menn út um allan völl. Þeim tókst að skapa sér 1-2 hálf-færi og Mendy varði mjög gott skot frá Antonee Robinson.
En það var svo á 10' mínútu leiksins að Thiago Silva átti 60 metra sendingu upp miðjan völlinn, beint á lappirnar á Mason Mount sem átti algera heimsklassa móttöku á boltann og stakk honum svo inn fyrir á Kai Havertz sem kláraði framhjá Areloa í marki Fulham - frábært skyndisóknamark þar sem gæði Mount gerðu gæfumuninn. Skömmu síðar komst Timo Werner í gegn og gaf boltann fyrir á Ziyech sem var í algeru dauðafæri en Areloa varði frábærlega.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti svo fyrrum Chelsea-maðurinn Ola Aina skot sem fór af varnarmanni og gerði það að verkum að Mendy þurfti að knýja fram aðra frábæra markvörslu - skömmu áður hafði Lookman einnig átt gott skot sem Mendy varði líka, þannig Heimakletturinn mátti vinna fyrir kaupinu sínu!
Seinni hálfleikurinn var svo ekki nema nokkra mínútna gamall þegar Mount fann Werner í lappirnar fyrir framan teiginn, sá þýski var hinn rólegasti á boltanum og galdraði svo fram frábæra sendingu á samlanda sinn Havertz sem aftur kláraði frábærlega framhjá Areloa.
Segja má að leikurinn hafi fjarað út, Fulham reyndu að setja okkar menn undir pressu en vörnin stóðst allar þær sóknir ansi þægilega. Það var örlítið eins og okkar menn væru viljandi að slaka á, vitandi að Real Madrid væri fyrir handan hornið.
xG-Bardaginn
Umræðupunktar
Fimm breytingar hjá Tuchel milli leikja og það var sérstaklega gaman að sjá Billy Gilmour fá leik og spila bara nokkuð vel eftir frekar "shaky" byrjun -vann sig vel inn í leikinn. Jorginho og Kante fengu verðsluldaða hvíld.
Það kemur mér mikið á óvart hvað Hudson-Odoi fær lítin spiltíma m.v. hvað hann lék vel gegn Crystal Palace um daginn.
Tuchel spilaði 3-5-2, þar sem Ziyech var í raun á miðjunni með Mount og Gilmour - virkaði nokkuð vel enda allir mjög skapandi miðjumenn.
Frábærar afgreiðslur hjá Havertz sem núna er kominn með 8 mörk og 8 stoðsendingar í öllum keppnum - þetta er allt að koma hjá honum.
Enn og aftur höldum við hreinu - þessi varnartölfræði okkar er gjörsamlega sturluð. 17 hrein lök í 23 leikjum undir Tuchel.
Einkunnur leikmanna
Mendy - 9
T. Silva - 8
Christensen - 7
Zouma - 7
Chilwell - 7
James - 7
Gilmour - 7
Mount - 8
Ziyech - 7
Werner - 7
Havertz - 9 (maður leiksins)
Kante - 6
Abraham N/A
Alonso N/A
NEXT UP - REAL MADRID!
KTBFFH
- Jóhann Már Helgason
Kommentare