Keppni: Carabao Cup - Deildarbikarinn
Dag og tímasetning: 23 September Kl 18:45
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur: Bein Sport 2
Upphitun eftir: Sigurður Torfi Helgason
Chelsea
Chelsea liðið fékk ríkjandi meistara Liverpool í heimsókn á sunnudaginn í fyrsta stórleik tímabilsins. Lampard stillti upp sömu varnarlínu og hann gerði í fyrsta leiknum á móti Brighton. Kovacic kom inn í liðið á kostnað Loftus-Cheek sem heillaði engann veginn í hlutverki sóknarmiðjumanns í Brighton leiknum. Kai Havertz leiddi línu Chelsea sem hálfgerð fölsk nía, með Mason Mount og Timo Werner sitthvorum megin við sig.
Leikurinn var bara í ágætis jafnvægi en þar til rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá hreinsar Jordan Hendersson fyrirliði Liverpool boltann upp í loftið og þar er Sadio Mané allt í einu sloppinn einn í gegn. Christensen treystir ekki að Kepa nái að redda málunum í tæka tíð og hálfpartinn leggst ofan á Mané. Dómarinn flautar aukaspyrnu og klárt rautt spjald á Christensen. Einstaklega erfiður seinni hálfeikur framundan.
Það var eins og að Chelsea liðið hafi aldrei haft trú á því að þeir gætu komið í veg fyrir að Liverpool myndi brjóta múrinn í seinni hálfleik en það tók Liverpool ekki nema fimm mínútur til að komast yfir með skallamarki frá Sadio Mané. Fjórum mínútum eftir það púllar Kepa typical Kepa og bókstaflega gefur boltann beint í lappinrar á Máné sem rennur boltanum auðveldlega í netið. Kepa sannfærði þarna 99% stuðningmenn Chelsea að hann mun aldrei geta verið aðalmarkvörnur Chelsea næstu árin og þegar þetta er skrifað þá eru félagaskiptin við Rennes markvörðin Edouard Mendy að ganga í gegn.
Chelsea fékk síðan tækifæri að minnka muninn úr vítaspyrnu en hinn ávalt stabíli Jorginho brást bogalsitinn að þessu sínni. Lokatölur 0-2 fyrir Liverpool.
Það verður væntanlega gjörbreytt lið sem mætir til leiks á miðvikudag. Nýju leikmennirnir Ben Chillwell og Thiago Silva gætu spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið. Pulisic og Ziyech eru ennþá tæpir en gætu verið í hóp. Kepa fær ekki að koma nálægt markinu aftur og því fær Willy Caballero væntnalega sénsinn. Leikmenn sem hafa verið að spila minna muna koma inní liðið og reyna að gefa Lampard smá höfuðverk fyrir að velja liðið á móti West Brom á laugardag.
Barnsley
Barnsley liðið hefur ekki farið vel af stað í fyrstu tveimur leikjum sínum í Championship deildinni. En liðið er nýliði í deildinni eftir að hafa lent í öðru sæti í League 1. Liðið hefur tapað báðum leikjunum sem þeir eru búnir að spila og hafa ekki enn náð að koma boltanum í netið. En á hinn bóginn þá höfðu þeir betur á útivelli gegn Middlesbrough, einmitt í Carabao Cup.
Ég hef svo sem ekki mikið að segja um þetta Barnsley lið, en það er ennþá fersk í minningunni þegar við töpuðum fyrir þeim í átta liða úrslitum tímabilið 07-08. En í 16 liða úrslitum unnu þeir einnig Liverpool þar sem Brian litli Howard tryggði Barnsley sigur á 93 mínútu úr vítaspyrnu (varð bara að koma þessu að).
Spá
Á blaði, þá á að þetta ekki að vera nein spurning. Við tökum þetta 4-0 þar sem Werner, Abraham og Hudson Odoi komast allir á blað. Svo stimplar Thiago Silva sig inn með einu alvöru skallamarki.
Þessi leikur virðist ekki vera sýndur á mörgum sjónvarpsstöðvum, en hann er þó sýndur á BeIn 2.
KTBFFH
- Sigurður Torfi Helgason
Commentaires