top of page
Search

Chelsea vs Burnley - upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagur 5. Nóvember 2021, kl 15:00

Leikvangur : Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Sjónvarpi Símanns (í opinni dagskrá)

Upphitun eftir: Hafstein Árnason



Lærisveinar Sean Dyche mæta til okkar á Stamford Bridge núna á laugardaginn. Síðast mættust liðin á Stamford Bridge og var það líklega síðasti leikur Tammy Abraham í byrjunarliðinu, ef undirritaður man hlutina rétt. Sá leikur fór 2-0 þar sem Cesar Azpilcueta og Marcos Alonso sáu um markaskorunina. Fyndið að hugsa til þess, að varnarmenn þá, sáu um markaskorun, líkt og varnarmennirnir gera í dag. Það eru ansi margar fjarvistir í Chelsea hópnum þessa dagana en Burnley mæta til leiks, nánast full skipaðir. Aaron Lennon er tæpur hjá þeim og einhver meistari, Dale Stephens, er skráður á meiðslalista „The Clarets“. Að öðru leyti má búast við þeirra sterkasta liði. Gamli skólinn, í 4 4 2, tilbúnir að berjast og lumbra á okkar mönnum.


Timo Werner og Romelu Lukaku eru ennþá meiddir, og eru ekki í hóp. Marcos Alonso meiddist í blálokin í leiknum gegn Malmö á ökkla og verður einnig fjarverandi. Mason Mount fékk sýkingu á dögunum í tannholdi, eftir því sem ég best veit og hefur verið að jafna sig. Sýklalyf hafa þann leiðinlega eiginleika að ræna mann þrekinu og trufla meltinguna. Það er því óhætt að segja að gulldrengurinn okkar verði því í besta falli á bekknum. Mateo Kovacic er einnig meiddur aftan í læri og er ekki búist við honum fyrr en eftir landsleikjahléið rétt eins og með alla hina leikmennina.


Byrjunarlið!

Thomas Tuchel stillti síðast upp 3-4-3 gegn 4-4-2 hjá Sean Dyche. Ég held það megi búast fastlega við því að það verði uppstillingin, sérstaklega miðað við standið á hópnum. Stjórinn okkar hefur verið að rótera mjög skynsamlega að undanförnu,þannig að allir virðast fá spil tíma. Þrátt fyrir það, þá býst ég við því að Þjóðverjinn muni stilla upp sínu sterkasta liði.


Heimakletturinn verður í markinu. Í þriggja manna varnarlínunni tel ég líklegast að Thomas stilli sömu varnarlínu og gegn Malmö í liðinni viku. Það eru 100% líkur á að þýski handrukkarinn okkar, Antonio Rüdiger, einnig þekktur sem „Ruddi Grensás“ hjá okkur í ristjórn CFC.is, verði pottþétt í byrjunarliðinu ásamt brasilíska reynsluboltanum Thiago Silva og danska prinsinum, Andreas Kristjánssyni (eins og meistari Björgvin nefndi hann í Chelsea facebook grúppunni). Ef Thomas gæti mögulega breytt einhverju, þá myndi ég tippa á að Malang Sarr gæti fengið tækifæri, þar sem hefur eiginleika boltabíts sem hefur vakið hrifningu hjá ristjórninni.


Vængbakverðir verða Ben Chilwell og Reece James. Þar sem N‘Golo Kante er heill finnst mér líklegt að hann fái að byrja með Jorginho, en vel að merkja stóð Ruben Loftus-Cheek sig mjög vel í síðustu leikjum. En þar sem RLC fékk að spila allan leikinn gegn Malmö er líklegra að hann verði á bekknum.


Í framlínunni verða Callum Hudson Odoi og Hakim Ziyech á köntunum. Báðir hafa spilað mjög vel að undanförnu og það er tækifærið fyrir þá halda því áfram. Á toppnum er Kai Havertz, en hann hefur ekki sýnt okkur neitt að undanförnu. Í rauninni vonast maður eftir því að annar miðvörðurinn hjá Burnley gefi honum á kjaftinn svo hann fari nú að hrökkva almennilega í gang. Hann hefur verið óttalega linur í undanförnum leikjum og við óskum eftir meiri áræðni!



Burnley

Byrjunarlið Burnley ætti varla að koma neinum á óvart. Pope í markinu, alveg auto matískt val. Lowton, Taylor, Tarkowski og Ben Mee í vörninni. Dwight McNeil og Jói Berg verða á köntunum, Westwood og Brownhill á miðjunni og Chris Wood og Maxwell Cornet verða í sókinni. Þetta var uppstillingin sem vann Brentford, nokkuð óvænt, mjög öruggt. Maxwell Cornet er aðeins öðruvísi leikmaður en við eigum að venjast. Hefur yfirleitt spilað sem vængmaður eða bakvörður, þá hjá Lyon og hjá unglingalandsliðum Frakklands. Þarna er Dyche‘arinn að kokka upp ansi óvænta nálgun með að spila honum í framherjastöðu. Leikmaðurinn hefur nú skorað 4 mörk í 5 leikjum og verður því að teljast nokkuð hættulegur.


Hvernig fer leikurinn?

Við reiknum fastlega með því að leikurinn fari 2-0 þar sem Callum Hudson Odoi og Hakim Ziyech halda áfram góðum störfum með sitt hvort markið!

Comments


bottom of page