Keppni: Enska úrvalsdeildin
Tími, dagsetning: Mánudagur 15. apríl kl: 19:00
Leikvangur: Stamford Bridge, London
Dómari: Paul Tierney
Hvar sýndur: Síminn Sport 2
Upphitun eftir: Hafsteinn Árnason
Tímabilið 2023 til 2024 mun reynast eitt það eftirminnilegasta fyrir skrítnustu ástæðurnar. Tímabil þar sem við tókum fjölda stiga gegn topp sex liðum, en töpuðu á móti alltof mörgum stigum gegn neðstu sex liðunum. Síðasta helgi var þannig helgi. Í síðasta pistli þorði undirritaður ekki að spá neinum sigri gegn Sheffield United, þrátt fyrir að þeir séu búnir að vera, nánast óumdeilanlega, lélegasta lið deildarinnar, ef ekki í einhver ár. Conor Gallagher var spilað á vinstri kantinum að þessu sinni, og Thiago Silva kominn í liðið eftir þónokkuð langa bekkjarsetu. Hann skoraði snemma í leiknum uppúr hornspyrnu og allt virtist með besta móti. Hinsvegar jöfnuðu Sheffield menn nokkuð snemma og leikar stóðu 1-1 í hálfleik. Noni Madueke kom Chelsea yfir og allt virtist stefna í þrjá þægilega punkta. En nei - sá argentínski setti Badiashile og Casadei inná þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma og það mátti varla blikka auga að Sheffield náðu að skora með marki frá Ollie McBurnie. Lögmál Murphy's varð að veruleika og lélegt 2-2 jafntefli niðurstaðan. Chelsea mun meira með boltann eða um 68%, en fengu aðeins eitt dauðafæri og náðu sex skottilraunum og aðeins 3 hittu á rammann. Sheffield menn voru hinsvegar með 11 skotttilraunir og sex á rammann, þrjú dauðafæri. Svona af tölfræðinni að dæma voru Sheffield United mun hættulegri og xG tölfræðin þeirra var uppá 1,38 en Chelsea rétt náðu 0,35. Þetta verður að teljast frekar léleg frammistaða af hálfu Chelsea og núna er erfitt að sjá hvað Pochettino ætlar sér með liðið. Á blaðamannafundum eftir leik þótti honum við hæfi að henda leikmönnum fyrir rútuna og gagnrýna leikmannastefnu félagsins. Svo sem ágætir punktar sem við á CFC hefur bent á að liðið þarf á leikreyndari leikmönnum að halda, en hérna er skautað all hressilega yfir þátt þann argentínska. Það verður áhugavert að sjá hvernig leikmenn bregðast við. Pochettino nefndi að meiðsli hefðu gert erfitt fyrir en það væri ekki afsökun fyrir gengi liðsins. Hópurinn er býsna stór á flesta mælikvarða. Hann taldi líka miklvægt að ræða þessi mál fyrir sumarið, en nú dróg svo til tíðinda að Chelsea FC seldi öll hótelin á svæðinu til BlueCo móðurfélagsins fyrir um 77 milljón punda. Þetta er í raun bókhaldsbrella sem færist á tekjuhlið félagsins og opnar aðeins fyrir hlutum í leikmannabókhaldinu. Blaðamaður NY Times, Tariq Panja hefur
, en svo virðist vera að þetta sé bara löglegt. Þetta mun án efa búa til meiri umræðu svo eftir einhvejru er að vænta.
Framundan er leikur við Everton. Allir leikir við Everton eru hrikalega leiðinlegir og þetta lið hefur það skrítna eiginleika að vera hálfgert bogeylið gegn Chelsea. Meira segja þegar þeir voru í ruslflokki undir stjórn Frank Lampard, þá tókst þeim að sigra. Þeim tókst líka að sigra fyrr á þessari leiktíð á Goodison Park, verandi sennilega í jafnmiklum, ef ekki meiri ruslflokk og þegar liðið var undir stjórn Lampard. Satt best að segja er maður alveg skíthræddur, svona í ljósi sögunnar, að Chelsea tapi stigum. En vel að merkja, þá höfum við ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan 4. febrúar þegar Wolves skelltu okkur 2-4. Maður fer í leikinn á eftir með blendnar tilfinningar fyrir brjósti.
Hvernig stillir Poch upp? Líklegt eru Disasi og Enzo frá. Þannig að liðið verður að öllum líkindum, Petrovic, Gusto, Thiago Silva, Chalobah og Cucurella í vörn. Gallagher og Caicedo sitja djúpir á miðjunni á meðan Mudryk, Palmar og Madueke verða fyrir aftan Nico Jackson.
Hvernig fer leikurinn? Eigum við ekki að vonast eftir naumum Chelsea sigri en varla hægt að útiloka einhverja háðung. 1-0 og Cole Palmer með mark.
Áfram Chelsea og KTBFFH!!
Comments