top of page
Search

Chelsea áfram í undanúrslit í FA Cup bikarnum eftir sigur á Sheffield United


Gangur leiksins

Þessi leikur var alls ekki mikið fyrir augað og fer sennilega í bækurnar sem einn sá leiðinlegasti á þessari leiktíð - alla vega fyrri hálfeikurinn. Tuchel róteraði vel í liðinu, og fengu leikmenn eins og Emerson, Billy Gilmour og Kepa kærkomið tækifæri. Twitter síða Chelsea sló reyndar rækilega í gegn fyrir leik með því stilla upp kolröngu byrjunarliði sem síðar var leiðrétt.


Chelsea byrjaði leikinn betur og reyndu að setja upp pressu á Sheffield menn sem tókst ágætlega án þess þó að skapa sér einhver alvöru marktækifæri. Í raun voru engin færi í þessum leik fyrr en á 24' mínútu er Ben Chilwell átti skot sem hafði viðkomu í Oliver Norwood og þaðan í markið. Skráð sem sjálfsmark því skot Chilwell var ekki á leið á markrammann. Chelsea því komnir í 1-0 forystu án þess þó að hafa átt skot á markið. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik.


Sheffield menn keyrðu aðeins upp tempóið í síðari hálfleik og voru þeir mun meira ógnandi með David McGoldrick fremstan í flokki. Tuchel brást við með því að setja Azpilicueta og R. James inn í leikinn til þess að reyna koma smá ró á okkar menn. Áfram héldu Sheffield menn að pressa og fengu þeir eitt algert dauðafæri þegar McGoldrick skallaði framhjá, nánast fyrir opnu marki.


Að lokum þurfti Tuchel að setja N'Golo Kanté inn í leikinn sem segir ýmislegt um spilamennsku okkar manna í síðari hálfleik. Þegar komið var fram í uppbótartíma fengu okkar menn skyndisókn sem endaði með því að Ben Chilwell lagði upp gott færi á Hakim Ziyech sem kláraði það með góðu skoti.

2-0 sigur því staðreynd.


Umræðupunktar

  • Tuchel róteraði hressilega í hópnum - 10 breytingar frá leiknum gegn Atletico Madrid.

  • Síðasti leikmaður til að skora gegn Chelsea var Japaninn Minamino í leiknum gegn Southampton, hann fór fram 20. febrúar. Í millitíðinni hafa okkar menn spilað 7 leiki. Galin tölfræði og segir til um það hversu þéttur varnarleikur liðsins er.

  • Þessi leikur var eflaust slakasti leikur Chelsea undir Tuchel - jafnvel þó að sigur hafi unnist voru flestir sóknarmenn liðsins slakir og leikur liðsins heilt yfir taktlaus og fyrirsjáanlegur.

  • Hakim Ziyech er að stíga upp - tvö mörk í tveimur leikjum. Virkilega gott að fá hann í gang fyrir lokasprettinn.

  • Mikið var ég að vona að Pulisic myndi hrökkva í gang í þessum leik - en hann átti misjafnan leik, var mikið í boltanum en náði ekki að klára færin sín nægilega vel.

  • Það er búið að draga í undanúrslit og duttu okkar menn heldur betur í lukkupottinn - fengum Man City! ;)

  • Landsleikjahlé! Næsti leikur liðsins er gegn WBA þann 3. apríl.

Einkunnir leikmanna

Kepa - 7

Christensen - 7

Zouma - 7

Emerson - 7

Kovacic - 6

Gilmour - 6

Hudson-Odoi - 5,5

Chilwell - 7,5 ( Maður leiksins)

Mount - 5,5

Pulisic - 6

Giroud - 5,5


Azpilicueta - 6

James - 6

Havertz - 6

Ziyech - 7

Kante N/A


KTBFFH

- Jóhann Már

Comments


bottom of page