top of page
Search

Blákastið - þáttur nr. 16: Uppgjörsþáttur


Stjórnendur þáttarins að þessu sinni voru þeir Árni Steinar, Jóhann Már, Jón Kristjáns og Stefán Marteinn. Í þessum þætti fögnuðum við vel og innilega sæti í Meistaradeild Evrópu. Fórum yfir leikinn gegn Wolves og ræddum málefni Kepa Arrizabalaga sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea.


En megin þungi þáttarins fór í að veita verðlaun og voru flokkarnir eftirtaldir:


Besti leikur Chelsea á tímabilinu: Sigurinn gegn Man City og útisigurinn gegn Spurs fengu flest atkvæði.


Fallegasta mark Chelsea á tímabilinu: Tomori vs Wolves, Kante vs Liverpool og Mount vs Aston Villa fengu flæst atkvæði hér.


Besta frammistaða leikmanns í einum leik á tímabilinu: Pulisic vs Burnley og Christensen vs Man City fengu flest atkvæði.


Versti leikur liðsins á tímabilinu: Fjórir leikir nefndir; töpin gegn West Ham, FC Bayern leikurinn og Sheff Utd úti


Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum: Kepa var augljóst svar hjá öllum en Rudiger, Barkley og Batsman fengu líka atkvæði.


Leikmaður ársins 2019/20: Mateo Kovacic vann það með yfirburðum.

Willian, Tammy, Azpilicueta, Mount og Giroud fengu líka klapp á bakið fyrir góðar frammistöður.



Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í öllum helstu hlaðvarpsveitum.



KTBFFH


Comments


bottom of page