Jólatörnin er komin á fullum krafti og á morgun (laugardag) leikur Chelsea gegn Leicester City. Leikurinn er á Stamford Bridge, hefst kl 15:00 og er sýndur á Stöð 2 Sport.
Chelsea
Iðnaðar sigur gegn Bournemouth á miðvikudagskvöld skilaði okkar mönnum inn í undanúrslit Carabao deildarbikarsins. Þar mætum við Tottenham í janúar í tveimur leikjum, það verður stuð! Þegar þetta er skrifað liggur ljóst fyrir að Liverpool er að vinna Wolves, ef Chelsea ælta að halda sig eitthvað nálægt toppsætinu þá kemur ekkert annað en sigur til greina á morgun.
Ég spái liðinu svona:
Að mínu viti hefur Loftus-Cheek verið okkar sprækasti maður undanfarnar vikur og hann á skilið að byrja leikinn gegn Leicester. Ég held að Sarri haldi áfram að hafa Hazard sem sinn fremsta mann og að Pedro og Willian verði honum til aðstoðar í framlínunni - Mögulega gæti RLC byrjað á öðrum hvorum vængnum en ég efast um það. Vörnin er svo sjálfvalin, sérstaklega þar sem Christensen er meiddur. Mér finnst samt Emerson hafa komið sterkur inn undanfarna leiki og ætti að fara á banka á dyrnar hjá Alonso sem hefur verið í lægð.
Leicester City
Gengi Leicester City hefur verið upp og ofan á þessu tímabili. Liðið er um miðja deild og er þar stigalega í einum hnapp ásamt nokkrum öðrum liðum, eina vikuna eru þeir í 9. sæti eftir sigurleik, þá næstu 13. sæti eftir tapleik. Claude Puel er að mínu viti virkilega snjall stjóri og oft á tíðum spilar Leicester flottan fótbolta. Þeir hafa góða leikmenn innanborðs eins og Vardy, Maguire, Schmeichel og Maddison. Þeim skortir hins vegar stöðugleika og virðast í ár vera skrefi á eftir liðum eins og Everton og Watford.
Leicester var að spila í deildarbikarnum í vikunni, þar fóru þeir með Manchester City alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Man City vann að lokum sigur. Leicester hafa aðeins unnið 1 af síðsutu 6 leikjum í deildinni og munu því mæta á Stamford Bridge til að verja markið sitt, virða stigið og reyna að stela sigrinum.
Spá
Hazard er að finna sitt gamla form og munar um minna. Ég ætla að spá því að hann verði í stuði á morgun í leik sem við vinnum 3-1.
Gleðileg jól og áfram Chelsea =)
KTBFFH