top of page
Search

Úrslitaleikur FA bikarsins - Liverpool vs Chelsea

Keppni: Úrslitaleikur FA Cup

Dag- og tímasetning: 14.maí 2022 kl 15:45

Leikvangur: Wembley stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport – Ölver og fleiri vel völdum íþróttarásum

Upphitun eftir: Snorra Clinton



Chelsea

Það er seint hægt að segja að það sé uppi á okar mönnum typpið þessa dagana. Draumurinn um að verja meistaradeildar titilinn er farinn út um gluggann og aðeins 8 stig úr síðustu 6 leikjum. Maður gæti kannski sýnt því skilning ef þetta væru leikir á móti City, Liverpool eða öðrum gæða liðum. En NEI við erum að tapa fyrir Everton sem er korter í fall, Man Utd sem spila með svipuðum gæðum og Derby í dag og svo kúkum við í brækurnar á móti leiðinlegasta liði veraldar (fyrir utan Liverpool) Wolves. En það jákvæða við þann leik er að blessuð vafflan sýndi lit og setti tvö mörk. Það er því skiljanlegt að stressið fyrir útlileik gegn Leeds myndi gera vart við sig. Frammistaða liðsins undanfarið hefur einfaldlega ekki boðið okur upp á að búast við flugeldasýningu. En sem betur fer náði liðið að girða pung í brók og afgreiða Leedsverja og með því stíga skrefinu nær að tryggja okkar sæti í topp 4. Þessi sigur var samt sem áður súrsætur þar sem við fórum langleiðina með það að tryggja fall þeirra í Championship deildina. Mér finnst sú tilhugsun leiðinleg þar sem Leeds er stórskemmtilegt lið og á skilið að vera í PL.


En nú er ég búinn að smjatta nóg á þessu lufsulega gengi klúbbsins og kominn tími til að líta á næsta leik. Enn einn úrslitaleikurinn undir stjórn Bragðarefsins og í þetta skipti er það í „Elstu og virtustu“ FA CUP. Nú er það annar FA úrslitaleikurinn í röð hjá okkur undir TT, ekki nóg með það heldur sá þriðji í röð hjá bláliðum og sá fimmti á sex árum. Ótrúlegt en satt þá höfum við aðeins einn úrslitaleik af þessum fimm. Spurning hvort hvíli á okkur bölvun þegar kemur að því að vinna þessa keppni.


Í þetta sinn erum við að fara mæta málhöltu skítapésunum frá Liverpool borg. Það er líklegast ekki til leiðinlegra lið í öllum heiminum en Colgate trúðurinn hann Klopp og hans lið. Ég hugsa að á þessari stundu í lífinu þá hafi ég meiri þörf og þrá til að skemma fernu draum Poolara en allt annað í lífinu. Við vitum öll að þetta er líklega lang leiðinlegast þjóðflokkur sem fyrir finnst á þessari plánetu þó víðara væri leitað. Það er því ómæld hamingja sem felst í því að getað slegið þá í þrútinn tillan með tréskeið.


Ef móðir mín kenndi mér að telja rétt þá er þetta fjórða sinn með við mætum Liverpool á tímabilinu (í öllum keppnum). Við höfum náð að standa í þeim í öllum leikjunum og jafnvel verið betra liðið í einhverjum viðureignunum. Nú er komið að okkar ári, við ætlum að raðflengja þessa skásera (neibb ég kann ekki að skrifa þetta á ensku), það geru ekki verið að við séum að fara tapa þriðja FA final í röð, hvað þá öðrum úrslitaleiknum á móti málhöltu tuskunum í röð. Ef það gerist þá ætla ég að flytja inn í geymslu, segja upp netinu, eyða öllum social media reikningum og láta mig hverfa í svona 3 mánuði.

Þær góðu fréttir hafa borist að Króatíski Iniesta er farinn að æfa og því meiðsli hans ekki eins og búist var við. Það er GEGGJAÐAR fréttir fyrir okkur þar sem við munum koma til með að treysta á hans krafta á miðjunni. Aðrar meiðslafréttir eru þær að Kante er tæpur fyrir leikinn og verður það spurningarmerki alveg fram að leik. Tuchel gaf lítið sem ekkert upp um það hversu miklar líkur það væru á þessir tveir lykilmenn myndu ná leiknum en við vonum það besta.


Byrjunarliðið verður á þennan hátt spái ég.



Mendy ver búrið líkt og alltaf og mun halda því hreinni en Jósep hélt Maríu mey. Vænbakverðir verða Loreal módelið hann Alonso og Reece James. Miðvarðarstöðurnar verða mannaðar af Rudi, Faðir Vor og Dönsku pylsunni. Miðjan gæti verið spurningarmerki og veltur allt á hversu heilir Kanté og Kova verða. Ef þeir veru Off þá býst ég við að sjá RLC og Jorginho á miðjunni. En Ef Kova og Kante eru heilir þá spila þeir. Fremstu þrír verða svo Mount, Werner og Lukaku, en sá feiti er búinn að eiga fína tvo leiki og hefur meira segja náð að vera líflegur og skorað 3 mörk.


Liverpool

Vargarnir frá Liverpool eru búnir að var á flottri siglingu upp á síðkastið en þeir eru ósigraðir í síðustu 15 leikjum. Aftur á móti er það góðs viti fyrir okkur að þeir hafa verið að hiksta í síðustu tveimur leikjum á móti Spurs og Villa. Þeir hafa verið að mæta hálf sofandi til leiks og rétt náðu að kreista út jafntelfi við Spurs og rétt náði stigunum þrem á móti Villa. Eru þeir því búnir að hleypa City aftur 3 stigum á undan sér með flotta markatölu til að skola því niður. Sköllótti sláninn hann Fabinho tók svo uppá því að haltra af velli í seinni hálfleik á móti Villa og eitt er víst að við hötum það ekki.


Eins og fram hefur komið eru þeir í vindmilluslag við að elta þessa blessuðu fernu og munu 100% mæta í þennan leik af fullri ákefð líkt og alltaf. Því miður eru þeir ógeðslega góðir í því, þeir munu pottþétt pressa okkur ofarlega á vellinum og treysta á samstarf Trent og Salah. Það er því miður ekkert eðlilega þreytt hvað Trent er góður í að finna Salah. Frekari greiningu á hvernig Klopp mun stilla upp leiknum verðið þið að fá annarsstaðar þar sem ég er hreinlega ekki nógu gáfaður til að greina leiðindarpésana betur en þetta.


Spá

Eins og fyrrum forsætisráðherra okkar Íslendinga, Jóhanna Sigurðardóttir, sagði „Okkar tími mun koma“. Nú vil ég meina að hann sé kominn og við siglum þessari dollu í hús. Við munum slökkva í þessu bjánum og sína þeim hvar TT keypti ölið. Þessi leikur fer 2-0 fyrir Chelsea með mörkum frá Timo Werner og Mason mount.

Comentarios


bottom of page